Arndís Kristjánsdóttur hdl. hefur hafið störf hjá Jónatansson & Co.

Arndís Kristjánsdóttir hefur hafið störf sem héraðsdómslögmaður hjá Jónatansson & Co lögfræðistofu. Arndís hefur fjölþættan starfsferil að baki. Áður en Arndís hóf störf hjá Jónatansson & Co. starfaði hún í sjö ár sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Þar á undan starfað hún m.a. sem fulltrúi hjá Fasteignamál lögmannstofu, aðstoðamaður Eyvindar G. Gunnarssonar núverandi prófessors við lagadeild HÍ, aðstoðamaður lögfræðinga hjá Lagastoð, framkvæmdastjóri Íslensku vefstofunnar, verkefnastjóri hjá Teymi, Oracle á Íslandi og sem vefstjóri hjá mbl.is.

Arndís hefur sinnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Hún situr nú m.a. í háskólaráði Háskóla Reykjavíkur sem fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, í stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, stjórn málfundafélagsins Óðins og í stjórn Landsambands Sjálfstæðiskvenna. Hún var stjórnarformaður og einn eigenda Scintilla ehf. um árabil.