Um Jónatansson & co.

Jónatansson & Co er óháð lögfræðistofa sem veitir alhliða lögfræðiþjónustu til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga.
Okkar markmið er að veita virðisaukandi þjónustu á sem hagkvæmastan hátt.

Stofan á rætur að rekja til ársins 1986 þegar Hróbjartur Jónatansson hrl. stofnaði Almennu málflutningsstofuna sf. ásamt föður sínum Jónatan Sveinssyni hrl.  Árið 1991 sameinaðist Almenna málflutningsstofan s.f. lögmannsstofu Baldvins Jónssonar hrl og Reynis Karlssonar hdl. og fékk síðar nafnið AM Praxis. Frá árinu 2005 hefur Hróbjartur Jónatansson hrl. rekið lögfræðistarfsemi sína undir heitinu Jónatansson & Co lögfræðistofa ehf.

Á síðastliðnum 25 árum hafa starfsmenn Jónatansson & Co byggt upp sérhæfingu í þjónustu við atvinnulífið. Almenn lögfræðiaðstoð  í þágu einstaklinga er einnig mikilvægur hluti af starfsemi stofunnar.

Meðal viðskiptavina okkar eru:

  • Alþjóðlegir bankar og erlend fyrirtæki
  • Stór og smá fyrirtæki á sviði fjármála, verslunar og þjónustu, iðnaðar og framleiðslu og sjávarútvegs.
  • Einstaklingar í ýmsum atvinnurekstri
  • Fjölskyldufyrirtæki

 

 

  • Hafðu samband

    Jónatansson & Co. Suðurlandsbraut 6, 4. hæð, 108 Reykjavík, Ísland
    Sími:533 34 34 Fax:533 24 34 Netfang:info@jonatansson.is

  • style="margin:5px;"

Höfundarréttur © 2010 Jonatansson & CO. Allur réttur áskilinn.